27.9.2009
Össur í New York - sei, sei
Vegna fréttar af ávarpi Össurar Skarphéðinssonar til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafa einhverjir haft á orði að tími hefði verið til kominn að hann léti í sér heyra og gagnrýndi m.a. Alþjóða gjaldeyrissjóðinn fyrir furðulegt og óafsakanlegt vinnulag gagnvart Íslendingum.
Ég er langt frá því að vera hrifinn og finnst raunar lítið til ræðu utanríkisráðherrans koma. Ekki er það vegna innihalds ávarpsins því öllum er löngu orðið ljóst hvernig AGS hefur verið beitt í þjónustu tveggja öflugra aðstandenda sjóðsins. Ástæðan er, öllu heldur, vegna þess að þessi ræða hefur ekki löngu verið haldin og hún margendurtekin á alþjóðavettvangi. Við slíku er ekki að búast þegar við höfum við stjórnvölinn mannfælinn einstakling, sem hvorki hefur dug né getu til að tjá sig um brýnustu mál Íslandssögunnar fyrir framan sjónvarpsmyndavélar heimspressunnar. Ekki hefur skort tækifærin til að halda málstað Íslendinga á lofti.
Það má vera að orð Össurar Skarphéðinssonar séu til þess fallin að vekja hrifningu einhverra; allar líkur eru bara á því að þau séu heldur fátækleg og alltof seint fram komin.
Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Facebook
Athugasemdir
Fróðlegt væri að Össur skýrði nánar eftirfarandi úr ræðu sinni í gærkveldi.: "
Norræna fjölskyldan okkar yfirgaf okkur ekki ".
Ja, hérna !
Hvað hefur " norræna fjölskyldan okkar" ( að undanskildum blessuðum Færeyingunum) gert okkur til stuðnings frá upphafi hrunsins ??
Bókstaflega EKKERT !
Hverja er Skarphéðinsson að " sleikja upp" með þessum orðum ??
Norræn kratasystkin ??
Svar væri einkar fróðlegt.
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.