25.9.2009
Ályktun um val á ritstjóra er út í hött
Það er hlutverk hagsmunasamtaka á borð við Blaðamannafélag Íslands að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna sinna, en þegar stjórn BÍ segist í ályktun telja þá ákvörðun eigenda blaðsins, að ráða umdeildan stjórnmálamann sem ritstjóra Morgunblaðsins rýra trúverðugleika blaðsins er hún komin langt út fyrir sitt verksvið og farin að fjalla um mál, sem koma henni akkúrat ekkert við.
Vissulega er ástæða til að álykta um mál starfsmanna Morgunblaðsins, sem missa vinnuna eftir langa og góða þjónustu, en innlegg um persónu nýs ritstjóra og að fara á flug með hugleiðingar um afskipti hans af stjórnmálum og störf sem seðlabankastjóri séu þess eðlis að blaðamenn geta ekki við unað virkar sem hreinn kjánaskapur.
Við öðru en kjánaskap er þó varla að búast þegar haft er í huga að formaður félagsins, langhaldin biturð í garð Sjálfstæðisflokksins, hefur næsta örugglega átt stóran þátt í orðun þessarar ályktunar.
Harmar uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er fyllilega sammála Blaðamannafélaginu og tel ályktun þess málefnalega.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.9.2009 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.