Banki hverra?

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) er, að sjálfsögðu, rekinn með hagnaðarsjónarmið í huga, þegar til heildar og lengri tíma er lítið. Enginn gerir ráð fyrir að bankastofnun sé rekin sem góðgerðastofnun.

Hagnaður NIB á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 91 milljónum evra, eða rúmum 16 milljörðum króna. Í tilkynningu, sem kom með uppgjöri bankans var gert ráð fyrir stöðugleika á afkomu hans það sem eftir lifði árs.

Bankinn tapaði 280 milljónum evra á síðasta ári eða rúmlega 50 milljörðum króna. Helmingur tapsins eða um 145 milljónir evra, er rakinn til viðskipta við Ísland.

Ísland er greinilega talið vera of hættulegur kostur fyrir lánasafn þessarar fjölþjóðlegu, norrænu fjármálastofnunar, en einhvern veginn læðist að manni sá óþægilegi grunur að frekar sé litið til Íslands sem verkefnis, sem þurfi að lemja til hlýðni við ESB og AGS, en að litið sé til raunverulegra og eðlilegra þarfa landsins sem lántakanda við erfiðar aðstæður. 

Tímasetningin á yfirlýsingu bankans er með ólíkindum. 

Telja verður meira en líklegt að NIB hafi séð ástæðu til að taka undir með sósíalistunum á Íslandi og bæta þannig við enn einni hótuninni.  

 


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Er þetta kannski greiðasemi í anda norrænnu velferðarinnar? Hver veit?

Arnmundur Kristinn Jónasson, 24.7.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Já, hver veit, Arnmundur? Það er hreint lygilegt hve útbreidd þessi herferð gegn Íslandi er orðin. Það er rétt eins og velferð alheimsins sé í húfi þegar litið er til krafna um að við gerum dauðasamninga við Hollendinga og Breta, svo ekki sé minnst á ESB.

Gunnar Gunnarsson, 24.7.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband