Slæmur dagur, afleitur dagur

Mér er það ómögulegt að agnúazt út í þá, sem eru staðfastir og trúir sannfæringu sinni. Þannig eiga kaupin að ganga fyrir sig á Alþingi.

Það er þess vegna, sem ég get ekki agnúzt út í Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir að greiða atkvæði með því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það er þess vegna, sem ég get ekki agnúazt út í varaformann Sjálfstæðisflokkinn, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir að sitja hjá. Viðhorf þessara tveggja hafa öllum verið kunn og hefðu þær farið öðruvísi að, hefðu þær verið manneskjur að minni fyrir vikið. Sama á við um þá þingmenn vinstri-grænna, þau Atla Gíslason, Þuríði Backman, Lilju Rafney Magnúsdóttur, Ásmund Daða Einarsson og Jón Bjarnason. Þau greiddu atkvæði samkvæmt samvizku sinni og sannfæringu.

Atkvæðagreiðslan var tveimur ráðherrum VG til lítils sóma. Ögmundur Jónasson hefur lengi haft hátt um þá skoðun sína að Ísland eigi ekkert erindi í ESB, en fyrst kastaði tólfunum þegar umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, gerði grein fyrir atkvæði sínu og hélt tölu um allt það, sem aðfinnsluvert er við Evrópusambandið. Á Svandísi var að skilja að ESB væri ekki á vetur setjandi og bæri að forðast í lengstu lög.

Síðan greiddi Svandís atkvæði með tillögunni!

Er það nema von þó talað sé um að þingmenn hafi verið barðir til hlýðni og þeim gert ómögulegt að greiða atkvæði samkvæmt samvizku og sannfæringu. Svipuhöggin hafi dunið á þeim.

Það er rétt, sem Einar K. Guðfinnsson sagði þegar hann lét þau orð falla að ekki væri verið að greiða atkvæði um fyrirliggjandi tillögu. Það væri verið að greiða atkvæði um „aðgöngumiða vinstri-grænna að ríkisstjórn“.

 


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband