Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. þrjú.
Völd litlu ríkjanna fara minnkandi
Völd lítilla ríkja í ESB fara smám saman minnkandi, en völd hinna stóru vaxandi.
Stefnt er að meirihlutaákvörðunum í stórauknum mæli með hliðsjón af íbúafjölda aðildarríkjanna. Ísland fengi 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðinu, þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar eru teknar, og 5 atkvæði af 750 á ESB-þinginu.
Sjálfstæð rödd Íslands myndi að mestu þagna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Því fámennari og áhrifaminni sem aðildarríki eru, þeim mun meiri er skerðing sjálfstæðisins og hvergi yrði sú skerðing jafn tilfinnanleg og hér, m.a. vegna þess hve sjávarútvegur vegur þungt í efnahagslífi okkar og orkuauðlindirnar eru miklar og vannýttar.
Hætt er við að Ísland verði eins og hreppur á jaðri risaríkis þegar fram líða stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.