Þurfti sérlög?

Það er í raun ótrúlegt að eyða þurfi tíma í að setja sérlög um sjálfsagðan rétt fyrrverandi starfsmanna SPRON að fá greidd laun innan uppsagnarfrests. Ekki hefur þessi töf verið til þess fallin að gera þessum fyrrverandi starfsmönnum lífið léttara í óvissu og við erfiðar aðstæður.

Slitastjórn sýndi ótrúlegt þverlyndi og ósanngirni með því að neita að greiða launin og gerði það þrátt fyrir að Viðskiptanefnd hafi leitað álits bærra aðila, réttarfarsnefndar og viðskiptaráðuneytis, sem mátu stöðuna þannig að ekki skorti heimildir til að greiða launin. Það eina, sem þurfti að gera var að viðurkenna launakröfurnar og ganga frá öðrum tiltölulega einföldum formsatriðum.


 


mbl.is Lög um laun starfsmanna Spron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband