Tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild - Leið til óláns - 2/12

Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.

Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.

Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. tvö.

 

Nýtt stórríki

Seinustu sex áratugi hefur ESB þróazt hratt og fengið öll helztu einkenni nýs stórríkis, sem stjórnað er af forseta og ríkisstjórn, þingi og æðsta dómstól og hefur sameiginlega utanríkisstefnu og fiskveiðilögsögu, landamæraeftirlit, stjórnarskrá, fána og þjóðsöng og stefnir að einum gjaldmiðli.

Ekkert bendir til þess að þessi þróun sé á enda runnin.

Meginmarkmiðið með framsali aðildarríkjanna á mikilvægustu þáttum fullveldis síns til miðstjórnarveldisins í Brussel er að byggja upp nýtt risaveldi, sem þjónar innri þörfum Sambandsins, þ.e. þeirra hagsmuna og viðmiða, sem þar eru ríkjandi. Réttarstaða aðildarríkjanna verður hliðstæð fylkjunum í Bandaríkjum Ameríku, sem hafa sjálfstjórn í vissum málaflokkum, en búa við skert sjálfstæði og sterkt alríkisvald. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband