Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er sú fyrsta.
Fullveldisframsal.
Með aðild að ESB færist vald yfir veigamiklum þáttum fullveldis okkar til Brussel. Dæmi:
- Yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu.
- Rétturinn til að gera fiskveiðisamninga við önnur ríki.
- Rétturinn til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki.
- Rétturinn til að afnema tolla eða leggja á tolla.
- Æðsta dómsvald til ESB-dómstólsins, o.s.frv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.