Tólf ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild - Leið til óláns - 1/12

Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.

Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.

Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er sú fyrsta.

Fullveldisframsal.

Með aðild að ESB færist vald yfir veigamiklum þáttum fullveldis okkar til Brussel. Dæmi:

  1. Yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu.
  2. Rétturinn til að gera fiskveiðisamninga við önnur ríki.  
  3. Rétturinn til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki.
  4. Rétturinn til að afnema tolla eða leggja á tolla.
  5. Æðsta dómsvald til ESB-dómstólsins, o.s.frv.
ESB-aðild er þess eðlis að hún útheimtir breytingu á stjórnarskrá Íslands í grundvallaratriðum. Það væru mikil afglöp gagnvart komandi kynslóðum ef við afsöluðum fullveldisréttindum þjóðarinnar í hendur öðru ríki eða ríkjasambandi. Ákvörðun um ESB-aðild má ekki taka út frá skammtímasjónarmiðum, svo sem aðsteðjandi kreppu eða vandamálum tengdum gengi krónunnar, heldur verður að horfa áratugi fram í tímann og minnast þess að einmitt í krafti sjálfstæðisins bætti þjóðin lífskjör sín frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu og til þess að verða ein ríkasta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband