9.7.2009
Við hverju var búizt?
Kattarþvottur hollenzka þingsins á fjármálaeftirleitinu þar í landi er hálf dapurlegur. Því er, hins vegar, slegið föstu að allt það, sem misfórst í hollenzku samfélagi varðandi Icesave sé íslenzku fjármálaeftirliti að kenna. Nú bíðum við bara eftir því að fundin verði fleiri mistök í Hollandi (og væntanlega víðar), sem stjórnsýslan gerði og klínum þeim svo á Ísland. Það er af nógu að taka.
Ég hef margoft haldið því fram, og stend við það gallharður, að hefðu vitund og vilji verið til staðar hjá hollenzkum stjórnvöldum, hefðu þau hlaupið til varnar eigin borgurum.
Við erum ekki hissa á þessari niðurstöðu þingsins í Hollandi, en, ég endurtek: Skelfing er hún aumkunarverð.
Icesave rætt á hollenska þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.