Þessi forsíðufrétt í Morgunblaðinu í dag vekur óneitanlega alvarlegar spurningar um heilindi sumra íslenzkra stjórnmálamanna í garð eigin þjóðar.
Í umræðunni undanfarna daga, og vikur, hefur komið fram að lúkning Icesave-málsins sé forsenda þess að svo mikið sem litið verði til viðræðna við Íslendinga um ESB, hvað þá aðildarumsóknar.
Óþægilegar spurningar vakna vegna lögfræðiálits, sem utanríkisráðherra hefur setið á síðan í marz sl. þar sem vegið er og metið hvort Íslandi beri að ábyrgjast lágmarksinnistæður á Isesave-reikningunum eða hvort nóg sé að stofna innstæðutryggingasjóð í sama tilgangi. Fram kemur að slíkt samkomulag um að ábyrgjast Tryggingasjóð innstæðueigenda myndi alltaf þurfa lögformlegt samþykki Alþingis Íslendinga til að verða lögformlega bindandi.
Hvað hafa þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar verið að gera? Hafa þeir setið á upplýsingum, sem varða þjóðarheill?
Skipta viðræður við verðandi herraþjóðir í austri um aðild að ESB meira máli en velferð íslenzkrar þjóðar, sem þó er enn til?
Óvíst um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Athugasemdir
Við krefjumst afsagnar Össurar Skarphéðinssonar.
Það er glæpsamlegt, að leyna svona mikilvægum gögnum, sem staðfesta að okkur ber ekki skylda til að greiða fyrir mistök ESB.
Þetta eru föðurlandssvik !
Við NEITUM AÐ GREIÐA - ENGA SAMNINGA um Icesave !
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2009 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.