23.6.2009
Aðfararhæfi íslenzkra eigna og hagsmuna
Það virðist gegnumgangandi að þegar lögmenn eru fengnir til að gefa álit sitt þá finna þeir oftast nær þær hliðar á málinu, sem eru umbjóðanda hans hugleiknar. Umbjóðandinn fær að heyra það sem hann vill heyra. Við þessa júridísku leikfimi er, sjálfsagt, lítið að athuga því yfirleitt eru fleiri en tvær hliðar á hverju máli. Það fer allt eftir því hvaða forsendur menn gefa sér í upphafi og hanga svo í.
Einu hjó ég eftir í frétt af álitsgerð Jakobs R. Möllers, sem ég held að fái engan veginn staðizt og þarf ekki lögfræðilega aðferðafræði til að komast að þeirri niðurstöðu. Þar er um að ræða aðfarahæfi eigna íslenzka ríkisins erlendis. Þegar lögum um vernd gegn hryðjuverkastarfsemi var beitt gegn íslenzkum aðila 8. október sl. var ekki hugsað um aðfararhæfi, sanngirni, svo ekki sé nefnd vinátta milli þjóða. Þessum gjörningi Breta var ekki eingöngu beitt gegn Landsbankanum, heldur með beinum orðum gegn ríkisstjórn Íslands og íslenzkum stjórnvöldum. Íslenzkar eignir voru frystar og voru áfram geymdar í frosti þó íslenzka ríkið væri í raun orðið eini gagnaðilinn.
Þegar kemur að reglum um aðfararhæfi og sanngirni verður það stærðarmunur, sem skiptir máli. Við erum einfaldlega miklu minni og auðveld bráð, hvað sem líður alþjóðalögum. Íslendingar geta hrópað sig hása yfir lögbrotum og ósanngirni. Það hlustar bara enginn og enginn heyrir.
Hagstæð ákvæði Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.