Bezta lausn úr því sem komið var

Úr því sem komið var má telja það viðunandi lausn að 2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins taki við starfi bæjarstjóra af Gunnari I. Birgissyni.

Ég á þó ekki von á því að Kópavogsbúar gleymi því í bráð að það var Gunnar, sem var í forsvari fyrir þeirri mestu sókn, sem Kópavogur hefur séð. Gerði Kópavog að alvöru bæ.

Eins býst ég við að Kópavogsbúar hafi í huga aðför Samfylkingarinnar að farsælum bæjarstjóra þegar kemur að sveitarstjórnarkosningum næsta vor. 


mbl.is Samstarfið heldur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta eru grímulausir spillingarflokkar.  Ekki furða að þú skulir ritskoða athugasemdir.

Guðmundur Pétursson, 23.6.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Það er ekki rétt sem þú heldur, Guðmundur, að ég „ritskoði“ athugasemdir. Mér finnst, hins vegar, eðlilegt að þeir, sem vilja gera athugasemdir, komi fram undir nafni. Eins finnst mér rétt að menn gæti hófs í orðavali. Þessi vetvangur minn er ekki leikvöllur þeirra, sem telja að eina leiðin til að tjá sig um menn og málefni sé óhugsuð gífuryrði.

Gunnar Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 01:32

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég efast ekki um að Gunnar sé harðduglegur maður og hafi unnið  vel fyrir Kópavogsbæ í gegnum tíðina.  Þetta er hinsvegar spurning um leikreglur.  Hvar setjum við mörkin? Því miður er spillingin eitt af þjóðarmeinum okkar íslendinga og þarf ekki sjálfstæðis- eða framskónarmenn til.

Guðmundur Pétursson, 23.6.2009 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband