Ja, nú er það bara það

„Öll samskipti við FME voru lögð fram í stjórninni, við sendum FME tvö eða þrjú bréf sem öll voru lögð fram í stjórninni. Ég hitti þá ásamt framkvæmdastjóra  og fjármálastjóra bæjarins á tveimur fundum í nóvember eða desember og öðrum í maí og stjórninni var eðlilega gert grein fyrir því“ segir Gunnar I. Birgisson í viðtali við Morgunblaðið.

Ég legg nú meira upp úr þessum viðbrögðum bæjarstjórans en fálmkenndum ásökunum Flosa Eiríkssonar. Raunar var ekki við öðru að búast frá samfylkingarmanninum eftir þá aðför, sem oddviti flokksins, Guðríður Arnardóttir, stóð fyrir að bæjarstjóranum.

Ekki kæmi það mér á óvart þó hún hafi hnippt í Flosa og bent honum á að það væri lítt við hæfi að vera með jákvæðar yfirlýsingar um stöðu mála, eins og hann hafði þó gert, þegar fyrir lægi að það væri bara tímaspursmál hvenær herferðin gegn Gunnari hefði endanlega gengið upp. Það væri ekki forsvaranlegt að láta neitt, sem Gunnar hefði komið nálægt, líta vel út, jafnvel þótt það hefði verið til hagsbóta fyrir bæjarbúa.

 


mbl.is Munnlegt samkomulag við FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband