19.6.2009
Góð ráð þegin, hvaðan sem þau koma
Það er sjálfsagt að verða við ráðum Evu Joly um að fjölga í röðum saksóknara ef það verður til þess að setja meiri kraft í rannsóknaferlið og verða þannig til þess að þeir af fjármálaböðlunum, sem saksókn eiga skilið verði dregnir fyrir dóm.
Það, sem enginn má gleyma, sízt af öllu frú Joly er að hún er hér sem ráðgjafi; Joly er ekki gert að vera sérstakt stjórnvald, sem getur gert kröfur að vild í skjóli þekkingarleysis á íslenzkt réttarfar.
Ég get ekki stillt mig um að vísa í leiðara Fréttablaðsins 17. júní. Þar var á ferðinni Jón Kaldal og kaus hann að gefa leiðaranum yfirskriftina Misskilningurinn um Evu Joly. Niðurlagsorð leiðarans eru þessi: Hugleiðingar stjórnmálamannsins og þjóðfélagsrýnisins Joly trufla hins vegar verulega stöðu hennar sem sérfræðiráðgjafa ríkisstjórnarinnar í rannsóknum á efnahagsbrotum. Ríkisstjórn ætti að hugleiða að fá annan erlendan sérfræðing í það hlutverk. Það er þörf á að minnka trotryggni í samfélaginu. Ekki auka hana eins og helsta framlag Joly hefur verið.
Setji sérstakan ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.