18.6.2009
Algjörlega óaðgengilegur samningur
Í Kastljósi sjónvarps kom, í viðræðum aðstoðarmanns fjármálaráðherra og fulltrúa Indefence-hópsins, glögglega í ljós hvers vegna þessir samningar við Hollendinga og Breta áttu að vera hjúpaðir leynd og engum sýndir.
Í fréttaviðtali tók virtur hæstaréttarlögmaður fram, að ekkert mætti útaf bera í greiðslum vegna þessa samnings svo ekki væri unnt að ganga beint að eigum íslenzka ríkisins, hverjar sem þær gætu verið, Stjórnarráðið, innanstokksmunir þess, auðlindir til sjávar og sveita, vegakerfið, hafnir o.s.frv.
Gjaldfellingarákvæði samningsins eru svo ótrúleg, miðað við eðli og inntak þessa samnings, að þau taka engu tali og væru, ein sér, ástæða til afdráttarlausrar kröfu um endurupptöku þessa skelfilega sáttmála.
Ástæða þess að ekki mátti sýna þingmönnum, hvað þá öðrum, þennan óskapnað var einfaldlega sú, að þarna hafa samningamenn Íslands, þeir Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, lúffað svo herfilega fyrir viðsemjendum landsins, að þessi gjörningur verður þeim og ríkisstjórninni til ævarandi skammar.
Icesave-samningar birtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.