Skelfileg viðbrögð við erfiðri stöðu

Viðbrögð þeirra, sem hafa séð ástæðu til að tjá sig um þessa sorglegu frétt eru sannarlega mismunandi. Sumum finnst þetta stórsniðugt, svo annarlegt sem það sjónarmið er, öðrum eðlileg viðbrögð í ómögulegri stöðu, enn öðrum grátlegt.

Hver sem einkaskoðun manna er á þessari hörmung, þá er þetta myndbirting á ógnvænlegri stöðu, sem margir eru komnir í. Á meðal þeirra er fjöldi manns, sem ríkisstjórnin lofaði að slá skjaldborg um og koma til hjálpar. 

Þetta gæti, hugsanlega, orðið til þess að hrista aðeins upp í þessum hnípna og úrræðasnauða hópi, sem tók að sér leiða okkur út úr ógöngunum. Viðbrögð eru þó ekki líkleg.

Ég held að tíminn sé á þrotum; Jóhanna, Steingrímur og þeirra dapurlega hirð ráða einfaldlega ekki við verkefnið.

 


mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband