Fjárkúgun/blackmail

Gert er ráð fyrir að frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verði aflétt eigi síðar en 15. júní. Með því verður nafn Íslands væntanlega tekið af lista yfir hryðjuverkasamtök á borð við Al-Kaeda og Talibana. Þar höfum við mátt dúsa frá 8. október sl.

Það er einfaldlega aðeins til eitt orð yfir svona gjörningaferli: Fjárkúgun.

Henni er beitt svo við fáum æru okkar til frjálsra afnota. Við hljótum að vona að hún sé allra þessara fjármuna virði!


mbl.is 50 milljarðar á reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Nafn Íslands er ekki á neinum slíkum lista í dag Gunnar. Eina nafnið sem er að finna á "sérstökum" lista sem birtur er á sömu síðu og listi yfir þá hryðjuverkamenn sem þú nefnir, er nafn Landsbankans.

Elfur Logadóttir, 7.6.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Þú hefur að vissu leyti á réttu að standa, Elfur. Að mínu mati er þó um að ræða stigsmun, ekki eðlismun á því hvort nafn Íslands er á síðu eða lista. Það er rétt að Landsbankinn er tíundaður sérstaklega, en þegar Asset Freezing Unit brezka fjármálaráðuneytisins sendir frá sér uppfærzlur á þeim kvöðum, sem fylgja upphaflegu ákvörðuninni, er tekið fram að hamlanir nái til "arftaka" gamla Landsbankans AÐ MEÐTÖLDUM ÍSLENZKUM STJÓRNVÖLDUM.

Með þessu er með óbeinum hætti þannig verið að setja Ísland í hóp með þeim hryðjuverkasamtökum, sem ég vísaði í.

Svo ég notist nú aðeins við ensku, þá hefur "by inference" oft ekki síðri og minni meiningu en "by outright statement". Skaðinn er skeður og dregur hver þá ályktun, sem honum sýnist.

Gunnar Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Til viðbótar við athugasemd mína ofar: Með færslu 16.04, sem fjallar um "Al-Kaida og Ísland", er viðhengi, sem útfærir þessa "by inference"-teoríu mína. Þar er beint rætt um  "the Authorities and Government of Iceland". 

Gunnar Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband