K.U.S.A.

Eigi það fyrir Bandaríkjunum að verða að velja sér nýtt nafn, held ég að þetta komi sterklega til greina.

Kínverjar (K-ið í nýja nafninu) fjármagna efnahagsstarfsemi Bandaríkjamanna að stórum hluta og eiga amerísk ríkisskuldabréf sem nema hundruðum milljarða dala. Bein fjárfesting Kínverja í atvinnu- og fjármálastarfsemi í BNA er talin nema 11 milljörðum dala.

Kínverjar keyptu IBM vörumerkið, þeir ætla að framleiða Hummer og hefðu Kínverjar minnsta áhuga, gætu þeir, án mikillar fyrirhafnar, yfirtekið fjölda þekktra vörumerkja vestan hafs.

Gjaldeyrisforði Kínverja er yfir 2.000 milljarðar dala.

Það sem áður var hinn almáttugi dollar er að verða hinn ofurmáttugi yuan.

 


mbl.is Kínverjar kaupa Hummer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seðlaprentsmiðja Bandaríkjanna er staðsett í Kína, hún prentar reyndar bara yuana en þeir eru svo aftur baktryggðir að mestu leyti með bandarískum ríkisskuldabréfum sem eru gefin út í trilljarðavís til þess að "fjármagna" viðskiptahallann milli ríkjanna tveggja. Dollarar eru hinsvegar ekki tryggðir með neinu nema loforði ríkisstjórnar Bandaríkjanna um endurgreiðslu í formi vöru og þjónustu, hversu mikils/lítils sem það er svo virði. Vissirðu svo að bindiskylda í kínverskum bönkum er allt að 20% og flestir bankar þar hafa jafnvel enn hærra eiginfjárhlutfall en þessar reglur segja til um!? Ef þeir myndu setja þetta allt í umferð og innleysa skuldabréfin myndu þeir setja BNA á hausinn "overnight" og skyndilega myndi 21.000.000% verðbólgan í Zimbabwe verða holdgervingur stöðugleika í samanburði við USD-hagkerfið. Eina ástæðan fyrir því að þeir hafa ekki gert það nú þegar er að þar með myndi hverfa um leið stærsti markaðurinn fyrir fjöldaframleitt blýeitrað og melanínbætt kínverskt drasl. Þar sem Wall Street sukkmaskínan er hinsvegar á góðri leið með að gera útaf við vestrænu hagkerfin algerlega af sjálfsdáðum, þá eru Kínverjar nokkurnveginn hættir að taka við fleiri skuldarviðurkenningum þaðan og byrjaðir í staðinn að fjárfesta í alvöru verðmætum eins og eðalmálmum, olíu- og jarðgasréttindum og uppbyggingu á infrastrúktúr í sínu heimalandi. Og auðvitað líka verðmætum vestrænum vörumerkjum á borð við Hummer...

Svo halda frjálshyggjuspekingar eins og Hannes Hólmsteinn því fram að "dautt fjármagn" sé af hinu illa, sem er kannski rétt að vissu leyti... allavega þegar það er allt komið ofan í fjársjóðskistur andstæðinga þinna! (Mér sýnist reyndar af skrifum þínum að ég sé ekki að bæta miklu við sem þú veist ekki nú þegar! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2009 kl. 01:06

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Alltaf gaman að fá fjörlegar athugasemdir, sem fara með höfundinn á flug. Sérstaklega þegar þær eru vel skrifaðar!

Gunnar Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 02:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þakka jákvæða umsögn.

Þetta með bindiskylduna þótti mér afar forvitnilegt þegar ég las um það á sínum tíma, því það þýðir að kínverska hagkerfið er í raun og veru miklu stærra en opinber gjaldeyrisforði seðlabanka þeirra segir til um. Frá því um síðustu áramót hafa þeir svo markvisst verið að beita sér fyrir því að nágrannaríkin í SA-Asíu taki upp yuan í milliríkjaviðskiptum og sem hluta af gjaldeyrisforða sínum, sem myndi auðvitað hjálpa þeim að "vekja" allt þetta "dauða" fjármagn, að mestu leyti á kostnað dollarans. Drekinn er semsagt vaknaður!

Það nýjasta sem er að frétta af þessu er svo að nokkuð óvænt gerðu þeir nýlega gjaldmiðlaskiptasamninga við Brasilíu sem er með stærsta hagkerfið í S-Ameríku, og hefur það í för með sér að dollarar koma hvergi við sögu í viðskiptum þeirra á milli. USD hefur á sama tíma hrapað gagnvart öðrum stórum gjaldmiðlum t.d. Evru, og sem alþjóðlegur viðskiptagjaldmiðill er hann raunverulega í dauðateygjunum!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2009 kl. 09:25

4 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Höfum svo í huga að í þessu risavígi kommúnismans er að verða til (sennilega orðið til) eitthvert traustasta kerfi kapitalisma, sem veröldin hefur séð. Sú staðreynd veldur hálfgerðri vönkun hjá gömlum aðdáanda Adams Smith og Friedrichs von Hayek!

Gunnar Gunnarsson, 4.6.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband