Fórnarlömb græðginnar

Svona má búast við að endirinn verði þegar farið er að ráðum misviturra manna.

Það er með hreinum ólíkindum hvað mörg fyrirtæki og margir einstaklingar hafa orðið kjánaskap og græðgi að bráð með því að hlusta á, og taka alvarlega, illa upplýsta, ég segi nú ekki illa meinandi, sölumenn gömlu bankanna. Það er að koma betur og betur í ljós að margir þessara sölumanna, sem kölluðu sig ýmsum fegrandi nöfnum, s.s. viðskiptastjóra, báru eigin hag fyrir brjóst, fyrst og fremst. Hagur viðskiptavinarins var ekki alltaf í fyrirrúmi.

Það að fórna stöndugu, gamalgrónu og öflugu útgerðarfyrirtæki fyrir ætlaðan stundargróða með því að stunda óafsakanlegt brask á gjaldeyrismarkaði er ámælisvert, svo ekki sé meira sagt, en, því miður, ekki eina dæmið um ábyrgðarleysi stjórnenda í íslenzku atvinnulífi. 


mbl.is Milljarða skuldir umfram eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svona er meira og minna komið fyrir sjávarútveginum á Íslandi, sem skuldar meira en þrefalda ársveltu sína.

Þarna er lifandi komin í framkvæmd kenningin ykkar sjáfstæðismanna um lifandi og dautt fé

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband