Sýknuskandall

Vel man ég eftir því þegar þessi umræða var í gangi.

Eins man ég eftir því að hafa sjaldan orðið vitni að öðrum eins dónaskap og yfirgangi og þeim, sem starfsfólk Kastljóss beitti.

Hvað þetta starfsfólk varðar, þá setti það svo ofan með frekju sinni og hamagangi, að síðan þá hef ég ekki getað litið það í öðru ljósi en óskammfeilni og tillitsleysis.

 


mbl.is Kastljós sýknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Persónulega fannst mér Kastljósið ekkert koma of hart fram í þessu máli.

Jónína Bjartmarz var á þessum tíma mjög áberandi í stjórnmálum, og mjög eðlilegt að upp komi grunsemdir með að hún hafi haft hönd í bagga með ríkisborgararéttveitingu stúlkunnar.

Í mínum huga eiga stjórnmálamenn að gæta sín sérstaklega umfram aðra, sökum stöðu sinnar, á því að láta ekki hanka sig á svona málum.  Ef þeir hins vegar gera það, þá má alveg hamast í þeim.

Persónulega finnst mér lang oftast komið alltof mjúklega fram við stjórnmálamenn/konur í viðtölum í fjölmiðlum. Það má alveg grilla þau ef svörin eru eitthvað loðin.

Er einhver sem t.d. man eftir því að Alfreð Þorsteinsson hafi nokkurn tíma svarað einni einustu spurningu hreint út ? Hann hefur alltaf notað allan tíma viðtalsins til að tala í hringi og ekki um neitt.

Ívar Jón Arnarson, 28.5.2009 kl. 18:44

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Við verðum líklega að vera sammála um að vera ósammála, svo notazt sé við gamla klisju, Ívar.

Utan þess, sem þú lætur falla um Alfreð Þorsteinsson. Þar hittirðu naglann beint á höfuðið! Það var ekki stíll AÞ að svara erfiðum spurningum; reykský voru hans sérgrein.

Gunnar Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 01:00

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Munur en í dag,Þóra Arnórs kann á þessu tökin,áberandi greind og vel að sér,er aldrei dónaleg,nær samt að fá fólk til að svara því sem um er spurt.

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2009 kl. 01:12

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Helga, það hefur engum fréttamanni enn tekist að fá Dag B. að segja nokkurn skapaðan hlut þó hann tali kannski í klukkutíma. Hann er sko sannkallaður meistari reykskýjanna. eða alla vega er hann mjög þokukenndur.

Fannar frá Rifi, 29.5.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband