Lán frá lífeyrissjóðunum

Þegar borgarráð Reykjavíkurborgar ákveður að taka 5 milljarða að láni frá lífeyrissjóðunum til 45 ára og til margvíslegra framkvæmda, er um að ræða fjárhæð, sem nemur liðlega 41 þús. kr. á hvern íbúa m.v. íbúafjölda 1. des. sl. Við hljótum að kljúfa þetta, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið, enda höfum við í huga að um er að ræða fjölda verkefna, stór og smá, um alla borg, sem nauðsynlegt er að komist í framkvæmd.

Sveitarfélaginu Skagafirði stendur til boða lán frá Kaupfélagi Skagfirðinga og þó vaxtakjörin séu aðlaðandi (vaxtalaust til tveggja ára eða þar til ástand skánar á lánsfjármörkuðum!), þá breytist heildarmyndin aðeins þegar lánið er miðað við íbúafjölda 1. des. sl. Þá voru íbúar sveitarfélagsins 4.077, þannig að á hvern þeirra deilast kr. 147.167. Ekki er vitað til hve langs tíma lánið er hugsað, en í upphafi væri það 253% hærra en Reykjavíkurlánið á hvern íbúa og ætlað til að standa undir kostnaði við byggingu viðbyggingar við einn skóla.

Við fyrstu sýn fannst mér þetta lán, sem Skagfirðingum býðst, ekki svo galið. Þeir ættu nú að setjast niður með kaupfélagsmönnum og fara yfir kjör og lánstíma. 


mbl.is Lífeyrissjóðir lána borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband