Óviðunandi viðbragstími

Það er ekki viðunandi að lögreglan sé næstum hálftíma, 27 mínútur, að bregðast við á vettvang ofbeldisglæps. Því er raunar borið við að einmitt þá hafi þrjú önnur útköll verið í gangi, öll forgangsverkefni.

Hér verður ekki sakazt við lögreglumenn, heldur verður að líta til þeirrar skerðingar fjármuna og mannafla, sem lögreglan hefur úr að spila. 

Hafa verður í huga að lögregla höfuðborgarsvæðisins fékk ekki þá fjármuni, sem þurfti til að halda 20 lögreglumönnum, sem ráðnir höfðu verið tímabundið.

Fyrir einu ári voru 347 lögreglumenn við störf á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru nú 290.

Það ætti þá e.t.v. ekki að koma á óvart að viðbragðstíminn verði lengri en verjandi er.


mbl.is Komu 27 mínútum eftir útkall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband