Hækkun mótmælt?

Það er auðvelt að skilja andstöðu tveggja barna móður, með eitt barn í leikskóla, við jaðarhækkun leikskólagjalda. Hafa verður þó í huga að um er að ræða nauðsynlega hagræðingaraðgerð, sem felst í því að lækka niðurgreiðslu á viðbótarstundum. Áfram er Reykjavíkurborg með lægstu gjöld á landinu fyrir grunnþjónustu leikskóla.

Sum sveitarfélög hafa kosið að loka fyrir þjónustu eftir að grunnþjónustu lýkur, en Reykjavíkurborg vill fremur bjóða þjónustuna. Ég geri ráð fyrir að sanngjörn hækkun á þjónustu (við örlítinn hluta þeirra, sem þjónustuna kaupa) sé betri en engin þjónusta.

Þessi hækkun er m.a. niðurstaða leikskólaráðs og þverpólitísks aðgerðahóps. Hún tekur mið af þeim markmiðum, sem Reykjavíkurborg hefur sett fram um að verja grunnþjónustuna og verja störfin.


mbl.is Mótmælir fyrirhugaðri hækkun leiksskólagjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband