20.5.2009
Sálarástand fjölmiðlafólks
Ég er farinn að hafa áhyggjur af sálarástandi margra þeirra, sem matreiða ofaní okkur fréttir þessa dagana, vikurnar og mánuðina. Það er aldrei skortur á fréttum; það er aldrei gúrkutíð. Það er alltaf af nógu að taka þegar í hlut á hrunið og afleiðingar þess. Um þetta er endalaust hægt að fjalla og ef aðeins slakar á spennunni er einfalt að finna sér nýjan vinkil, blása hann upp og fjalla um á ótal vegu með upphrópunum, fjöllita línuritum og djúpum spurningum, sem gefa af sér enn dýpri svör.
Áhyggjurnar, sem ég hef eru einfaldlega í þá átt að það getur varla verið hollt, hvað þá gefandi, að velta sér daginn út og daginn inn, vikuna út og vikuna inn, o.s.frv., upp úr eymd, volæði og erfiðleikum samborgara sinna við að ná endum saman og lifa þessi ósköp af. Síðan leggst þetta á fólk, sem mér virðist nú ekki hafa allt verið í stakk búið til að glíma við heimsendafréttir (eða því sem næst) til lengri tíma og framleiða þær síðan ofaní okkur hin.
Væri ekki raunveruleg gúrkutíð velkomin? Bara spyr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.