Olli Rehn og Norðmenn - Viðbót

Mér var bent á að í nýlegu bloggi um þráhyggju Olli Rehns hefði ég haldið því blákalt fram að Norðmönnum væri nokk sama þó Íslendingar sæki um aðild að ESB. Mér verður að virða það til betri vegar að ég setti aftan við þessa fullyrðingu hálfgildings fyrirvara: Slík umsókn hefði semsé engin áhrif á þau áform Norðmanna að standa utan sambandsins. Það, sem Olli Rehn lætur frá sér fara og hvernig fulltrúar Íslendinga bregðast við, skiptir Norðmenn akkúrat engu máli.

En, auðvitað skiptir það Norðmenn máli hvernig Íslendingar haga sínum málum gagnvart ESB. Taki Íslendingar þá afdrifaríku ákvörðun að gerast kotbændur hjá Frökkum, Þjóðverjum, Spánverjum og Bretum, þá er eitt hjólið farið undan EFTA-vagninum. Það er erfitt að halda kúrs á þremur hjólum þegar þau eiga að vera fjögur.

Fjárhagslega hefði það ekki mikil áhrif á Norðmenn þó ekki verði lengur um að ræða EFTA-framlög frá Íslandi. Þeir greiða, hvort sem er, mestan hluta þess kostnaðar, sem ESB fer fram á vegna aðgangs að innri markaði sambandsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband