SÁÁ og spilakassarnir

Í undirfyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins á dag segir: „Það skiptir engu máli hvort ég er hress og kátur eða hvort ég er mjög þungur og í niðursveiflu: Ég spila,“ segir spilafíkill. Fjallað er um spilafíknina með þessum venjulegu hryllingssögum til að koma því til skila að um sjúkdóm er að ræða; sjúkdóm á borð við áfengisfíkn, fíkn í önnur eiturlyf, fíkntengdan lífsstíl. Það fer ekki á milli mála að um sjúkdóm er að ræða, því hægt er að leita til SÁÁ eftir hjálp við að reyna að vinna bug á fíkninni.

Þegar fréttin er lesin, og síðan innblaðsskýring, kemur hinn skelfilegi sannleikur í ljós. Spilakössunum er semsé haldið út af SÁÁ (ásamt öðrum, Rauða krossinum og Landsbjörg!).

Ég man eftir að hafa séð í sjónvarpi einhvern framámann í afeitrunargeiranum reyna að bera af sér skömmina af því að hirða ágóða af rekstri spilakassa. Helzt man ég eftir að hafa, með þeirri upplifun minni, þurft að horfa upp einhverja þá aumkunarverðustu réttlætingu á óafsakanlegri starfsemi, sem ég hef orðið vitni að.  

Skömm SÁÁ er óendanleg fyrir að hirða ágóða af þessari starfsemi. Það nægir ekki að afsaka sig með þörf á rekstrarfé. Þeirri þörf væri hægt að fullnægja endanlega með því að setja upp bari (ég tala nú ekki um vínbúð) á Vogi, þar sem seldir væru áfengir drykkir í góðu úrvali. Enginn eðlismunur væri á slíkri sölustarfsemi og því að halda úti spilakössum fyrir spilafíkla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband