Hver stjórnar ferðinni út úr eyðimörkinni?

Það fer sannarlega ekki á milli mála að mikil vinna er framundan við að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl og síðan á rétta leið.

Beðið var í tvær vikur eftir að á laggirnar kæmist stjórn, sem trúandi væri til að stýra vegferðinni. Í ljós kom að fyrri vikunni hafði verið sólundað í innihaldslítið mas um keisarans skegg; reynt var að finna leiðir til að jafna ágreining vinstri flokkanna um ESB. Ekki gekk það. Stjórnin er klofin á afstöðu sinni til Evrópusambandsins.

Síðan birtist sáttmáli þessara flokka, en þeim, sem þar halda um stjórnvölinn, tekst að segja hreint ótrúlega lítið í mörgum orðum. Talað er um hvenær eigi að gera tiltekna hluti, en minna fer fyrir hvað eigi að gera. Helzta krafa landsmanna undanfarna mánuði hefur verið sú að gripið verði til aðgerða til hjálpar heimilunum. Aðgerðaáætlun vinstri stjórnarinnar segir fátt um hverjar slíkar aðgerðir muni verða. Hvað gera á til að koma atvinnuvegunum til hjálpar er enn ekki vitað.

Það er enn beðið.


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband