Hver heilvita maður hlýtur að taka undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem finnst lítið til sáttmála nýrrar ríkisstjórnar koma. Á hann þá einkum við þau vinnubrögð vinstri flokkanna, er varða afgreiðslu ESB málsins. Sigmundur segir í viðtali: Þetta er helsta deiluefnið. Flokkarnir hafa margítrekað að þeir muni leysa það sín í milli, en svo kemur í ljós að þeir ætla að treysta því að stjórnarandstaðan leysi það. Þetta hlýtur að vera einsdæmi.
Sigmundur ætti hvorki að vera hissa né sár. Það voru hann og flokkur hans, sem gerðu vinstri flokkunum kleift að komast þangað sem þeir eru í dag með stuðningi sínum við minnihlutastjórnina, sem komst til valda í byrjun febrúar.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki komi margt á óvart í stjórnarsáttmálanum, en vísbendingar um hvernig taka eigi á ríkisfjármálunum séu óskýrar. Auk þess sé það ekki merkileg aðferðafræði að treysta á stjórnarandstöðuna til að lenda ESB-málinu. Nú hafa fimm þingmenn vinstri grænna tekið af allan vafa um það, hvernig atkvæði þeirra muni falla þegar kemur að ESB. Þeir eru á móti!
Þannig er það á hreinu að a.m.k. fimm þingmenn munu hafna helzta stefnumáli samstarfsflokksins í nýrri ríkisstjórn. Einhvern tíma hefði þetta þótt saga til næsta bæjar.
Það, sem kemur þó e.t.v. mest á óvart er að ráðherrum skuli fjölgað úr 10 í 12. Hinn nýi fjármálaráðherra gat þess að laun yrðu lækkuð, en byrjar á því að auka launakostnað ríkisins með því að bæta við nýjum ráðherrum. Þessi sami ráðherra lét hin fleygu orð falla í beinni útsendingu í gær: Það er enginn bundinn af neinu nema samvizku sinni. Samvizka vinstri flokkanna er óaðfinnanlegt og kristaltært fyrirbrigði: Við segjum eitt, en gerum svo allt annað.Þingmenn lýstu yfir andstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.