Píslarganga skuldara

„Meðferð máls samkvæmt þeim lögum er ekki háð nafnleynd. Nafnbirtingin í Lögbirtingablaðinu er innköllun til þeirra kröfuhafa sem telja sig eiga kröfu á hendur viðkomandi einstaklingi."

Þetta er haft eftir Eddu Andradóttur héraðsdómslögmanni, sem skipuð hefur verið umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum vegna samningsskulda.

Það eina, sem vantar í raun til að gera greiðsluaðlögun að því miðaldatóli, sem því er greinilega ætlað að vera, er að umsækjendur skuli settir í gapastokk og síðan hýddir opinberlega að lokinni hæfilegri dvöl.

Erfitt er að hugsa sér ómanneskjulegri og meira niðurlægjandi aðgerð fyrir fjölskyldur, sem þurfa á aðstoð og stuðningi að halda. Hefði nú ekki verið unnt að setja sérlög, sem tækju tillit til aðstæðna þeirra, sem þurfa að leita erfiðra samninga vegna skuldastöðu sinnar?


mbl.is Aðlögun fyrir opnum tjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband