5.5.2009
Ekki gjaldþrota - ekki-frétt
Moggamenn settu sláandi mynd á forsíðu viðskiptakálfsins 30. apríl sl. Um var að ræða hús í byggingu, en mest áberandi í myndinni var fáni verktakafyrirtækisins ÞG Verktaka. Myndin var hluti af frétt, sem fjallaði um fjölgun gjaldþrota fyrirtækja og fyrirsögnin var Fleiri fyrirtæki í þrot".
Í Morgunblaðinu í dag birtist svo lítil fréttaklausa undir fyrirsögninni Átti ekki við ÞG Verktaka". Þess var enn fremur getið að gjaldþrotafréttin hefði verið almenns eðlis og fjallað um fjölgun gjaldþrota það sem af er ári.
Það sem marverðast er þó við litlu klausuna er það sem næst kemur: Það skal áréttað, að beiðni ÞG Verktaka (leturbreyting mín), að fyrirtækið er ekki gjaldþrota. Fyrirsögnin vísaði í umfjöllun blaðsins en átti ekki við ÞG Verktaka".
Verktakafyrirtækið þurfti sumsé að koma því sérstaklega til skila við Morgunblaðið að það væri ekki gjaldþrota þó allt eins hefði mátt skilja að svo væri við lestur fréttarinnar með myndinni góðu.
Ég leyfi mér að fullyrða að þetta hafi verið léleg fréttamennska, nú eða þá afburða slappt umbrot. Nóg er nú af andlátsfréttum úr viðskiptalífinu þó ekki sé verið að slá af fyrirtæki, sem eru enn að berjast. Til að reyna að koma í veg fyrir svona slys leyfi ég mér að benda fréttamönnum þessa ágæta blaðs á bækur, alls fjórar, sem yrðu þeim áreiðanlega til góðs og ættu raunar að vera skyldulesning fyrir bæði nýbyrjaða sem lengra komna: Fjölmiðlar 2004/2005/2006/2007. Getur þú treyst þeim? Þær geyma fjölmörg dæmi um viðlíka bombur.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.