Hvað gengur opinberum aðila til?

Ég á erfitt með að skilja hvað opinberum aðila á borð við LÍN gengur til með harkalegum innheimtuaðgerðum sínum sem lýst er í þessari frétt.

„Lánasjóðurinn segir hann ekki hafa verið atvinnulausan nógu lengi til að eiga rétt á frystingu“.

Gengið er á manninn að greiða allt upp og krafan send til innheimtustofnunar þó ljóst megi telja að ekki sé til fyrir nauðþurftum á heimilinu.

Var ekki talað um það á sínum tíma að slá skjaldborg um heimilin í landinu? 


mbl.is Hundeltur af LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hum

Hef séð svona bréf. Það var bara staðlað bréf við því að verið var að sækja um frestun á afborgun á röngum forsendum. (úps, L- á ennið á mér takk)

Hmm svo er eitt sem fólk ætti aðeins að spá í, LÍN rukkar í samræmi við tekjurnar ÁRINU á UNDAN... hann hefði því átt að spá í að hann þyrfti að greiða þetta á síðasta ári og annaðhvort leggja til hliðar, sækja um greiðsludreifingu hjá lín eða setja þetta í greiðsludreifingu hjá bankanum sínum. ( ég nota greiðsludreifinguna hjá bankanum því ég kann ekki að leggja tilhliðar :P)

Annars er mín reynsla af lín sú að þau eru frekar almennilega, ef maður ræðir bara við þau á almennilegu nótunum þá geta þau reddað flestu þar eð ef maður gerir það tímanlega,  þau geta lítið gert ef maður hefur samband eftir dúk og disk ( hmmn hérna með þetta L mitt)

Ég hef mikla samúð með fólki sem vinnur hjá LÍN um þessar mundir, meina ekki myndi ég vilja vinna við að rukka fólk vitandi hvernig fjárhagsstaðan er hjá flestum. Starfsfólkið er að vinna eftir reglum sem það ekki setur og finnst eflaust sjálfu stundum ósanngjarnar.

Hey já og gjalddaginn sem um ræðir var 1.mars og það er 5 maí, er einhver hissa á að þetta hafi verið sett í innheimtu.

Hum, 5.5.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Max

Já, og getur þú lagt til hliðar þetta með greiðsludreifingunni! Nú gott þá hefurðu gott starf :) -eða starf yfir höfuð sem má teljast gott miða við ástand. Til hamingju með að geta staðið í skilum! PS. Ekki hafa þeir boðið mér önnur úrræði svo sem dreifingu á gjalddaga. 25. þús/mánuð er ekki lítil upphæð.

Max, 5.5.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Hum

Með greiðsludreifingu hjá lín er þessu skipti í 4 hluta en yfir lengra tímabil ef maður fer í greiðsludreifingu hjá banka. 97.186 kr í greiðsludreifingu hjá banka væri hvað eitthvað um 8-10 þúsund eftir því hvaða vexti þeir setja á þetta ...

ég var með rétt rúmlega 2miljónir  í tekjur í fyrra, ég efast um að það teljist há laun.

Mér finnst ósanngjarnt að kenna starfsfólkinu þarna um og fáránlegt að vera núna að kvarta yfir því að eitthvað hefur verið sett í innheimtu sem var á gjalddaga 1 mars.

ef einhver á ekki rétt á frest á afborgun núna en er atvinnulaus þá á hann það eflaust næst ef hann er undir 4 miljónamarkinu eða í samræmi við hitt auka dæmið sem var fjallað um í fréttum, þarna þeir taka tillit til tekjumuns milli ára þegar kemur að tekjutengdu afborguninni

Ef eitthvað þá er fólk sem er að lenda í fjárhagsvandræðum núna að fá meiri tilhliðranir en það fólk sem átti í vandræðum með að endurgreiðanámslán í fyrra og hitt í fyrra, það er sko ekkert nýtt á nálinni að fólk sé atvinnulaust eða eitthvað komi uppá hjá því og að tekju hámarkið fyrir undanþágur sé hækkað í 4 miljónir, það var hvað 1,8 eða 1,9 í hittí fyrra og fyrra, fólk með örorku neytt til að borga vegna þess að það er yfir tekju hámarki... þeir eru að gera helling

þetta er kannski meint sem skot hjá þér en ég bara  skammast mín ekki fyrir að vera í starfi, ég er ekki né hef nokkurtíman verið með há laun og varð því miður ekki vör við neitt góðæri og hef bara ekki sammúð með fólki sem hleypur í blöðin þegar það fær höfnun 2 mánuðum eftir gjalddaga og skilur ekkert í að reikningurinn hafi verið settur í innheimtu.

P.S Föst afborgun er greidd einusinni á ári, það ætti ekki að koma neinum á óvart

Hum, 6.5.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband