5.8.2012
Hann talar um rugl, sá ágæti maður !
Það er enginn, sem ætti að hætta sér út á ritvöllinn með fullyrðingar um rugl, ef nafn viðkomandi er Björn Valur Gíslason.
Það er svo örsjaldan að eitthvað kemur frá honum af viti, yfirvegað og án skattyrða, upphrópana og almennra leiðinda, að ég finn mig knúinn til að hefja könnun á því hvort maðurinn hafi, yfir höfuð, nokkurn tíma látið eitthvað frá sér fara, sem ekki hefur verið rétt að flokka undir ofangreint. Ég held að það verði erfið leit, því ekki man ég, satt að segja, eftir neinu nema ómarkvissum hrópum, marineruðum í yfirgangi og frekju.
Þurfi nokkur þingmanna að fara í andlega yfirhalningu, fléttaða við kennslu í mannasiðum, þá er hann fundinn; löngu fundinn.
Saga Hörpu samofin sögu ruglsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:45 | Facebook
Athugasemdir
Björn Valur veit, að hans tími er að renna út. Hann fellur af þingi eftir nokkra mánuði.
Þess vegna gjammar hann út og suður.
Ætli samviskan sé farin að naga hann ?
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 08:53
Saga Hörpunnar er sem sagt saga V(instri)G(eggjaðra). Katastroffu litla og Snata er slétt sama hvort þetta lendir á skattgreiðendum eins og aðrar "hagræðingaraðgerðir" þeirra. Og svo óðu þau á foraðið og segjast hafa vitaða ALLAN TÍMANN að ekki væri rekstrargrundvöllur, AMK. EKKI FYRST UM SINN! Er þetta ekki alvarleg embættisafglöp með almannafé???
Almenningur (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 10:05
Samviskan getur ekki nagað þá sem hafa hana enga. En björn valur gjammar og lætur mikinn enda gusa þeir mest sem grynnst vaða.
corvus corax, 5.8.2012 kl. 20:13
En Perlan, hún hefur alltaf verið rekin með Tapi.
forvitinn (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 14:57
Björn Valur er maður að meiru að hafa verið fjarverandi fimmtu innsetningu forsetans. Þessi fíflagangur í dag við innsetinguna, að klæðast kjólfötum og skrýðast sokkabandsorðum, er anachronismi, hégómi.
Hafi þið séð hvernig Árni Johnsen lítur út í kjólfötum? Eins og uppstoppaður lundi.
Þá er ég þeirrar skoðunar að Óli kallinn hafi “svindlað” sig í gegnum kosningarnar með brellibrögðum og PR stunts.
Björn Valur hefur vaxið mikið í áliti hjá mér síðustu misserin, hann er málefnalegur, harðsnúinn og enginn afturúrkreistingur eins og flestir sjallar og hækjuliðar. Hann er trúr sínum málstað og hann veit að sýna þarf sjöllunum hörku.
Ok, hann kallaði Ólaf Ragnar forsetaræfil, en allir eru búnir að fá upp í kok af Ólafi, opp í kok, jafnvel þeir sem kusu hann.
Hvað tónlistarhöllina varðar, var þar ekki aftur snúið, verkið var komið það langt. Vonum að Harpa eigi eftir að gleðja og kúltivera Íslendinga, ekki er vanþörf á. En byggingin verður hinsvegar minnisvarði útrásarinnar, sem Hrunflokkarnir, Sjallar og Framsókn bera ábyrgð á, sem og forsetagarmurinn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.