Um val á forseta

Ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég ætti eftir að ganga í fylkingu Ólafs Ragnars Grímssonar, en með þá í huga, sem gefa kost á sér gegn honum, er ekki möguleiki á öðru. Einkum og sér í lagi á ég við sendiboða Samfylkingarinnar.

Það sem frá honum kom í kappræðum fyrr í kvöld dugir mér:

1. „[...] það þjónar ekki hagsmunum okkar að ganga í Evrópusambandið,“ sagði Ólafur Ragnar

og

2. „Ég er reiðubúinn að standa þessa vakt á óvissutímum. Ég hef sýnt að ég er reiðubúinn að beita málskotsréttinum“.


mbl.is Eðlilegt að gefa upp afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég ætla stolt að kjósa Þóru forseta og er ekki í samfylkingunni. Pabbi gamli sjálfstæðismaðurinn kaus aldrei kommaforingja sem forseta og ég efast ekki um að hann sæji núna í gegnum "hætti-hætti ekki"-leikritið!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.6.2012 kl. 23:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Anna, hélstu að það væru flokkar í framboði til forseta?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2012 kl. 01:36

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

auðvitað ekki Guðmundur, hví spyrðu?

Ég er að reyna að svara Gunnari á því máli sem hann talar. er það ekki ljóst?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.6.2012 kl. 02:30

4 Smámynd: Elle_

Anna getur kosið Þóru en fyrir hvað veit ég ekki.  Enda segir hún það aldrei, bara að hún ætli að kjósa Þóru.  Sem var ekki einu sinni nógu gagnrýninn fréttamaður í alvarlegum málum eins og ICESAVE.

Ólafur er ekki með neitt ´hætti-hætti ekki leikrit´, það eru bara rangfærslur komnar frá pólitískum andstæðingum hans líkl. og ætlað til að sverta hann.  Maðurinn var beðinn af þúsundum manna að hætta ekki.  Maður ætti ekki að trúa kjaftasögum.

Ólafur er fullveldissinni og lýðræðissinni, hann hikar ekki við að færa valdið í málum til fólksins þar sem það ætti að vera.  Hann er öruggastur og ég hef aldrei verið í vafa um að ég kýs hann.

Elle_, 4.6.2012 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband