20.12.2011
Hómer Simpson og pólitíkin
Það má vel vera að einhverjum hafi verið skemmt um stund þegar trúðarnir undir forsytu Jóns Gnarr tóku til við að stjórna Reykjavíkurborg.
Eins má búast við að liðinu úr Þingholtunum og nágrenni hafi þótt það afar merkilegt að Dagur B. Eggertsson skyldi leggja lag sitt við trúðahjörðina og veita henni andlegan stuðning og blessun.
Ég held að þeir, sem enn finnst leikurinn fyndinn geti ekki verið orðnir margir. Framkoma aðaltrúðsins gagnvart leikskólakennurum og ummæli í sjónvarpi um önnur mál er satt að segja orðin það forkastanleg að hverjum heilvita manni hlýtur að ofbjóða.
Svo á að fara að nota þetta módel sem fordæmi á landsvísu. Guð sé oss næstur.
![]() |
Leikskólastjórnendur mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.