26.6.2010
Skoðun Sjálfstæðismanna
Málamiðlun er málamiðlun, þetta er ekki málamiðlun. Þetta sem samþykkt er í dag, er víðs fjarri skoðunum okkar evrópusinna.
Þeir, sem hingað til hafa talið sig til Sjálfstæðisflokksins, ættu fyrir löngu að vera búnir að átta sig á því að daður við stefnu Samfylkingarinnar í ESB-málum á ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna Sjálfstæðismanni. Það kom berlega í ljós á síðasta landsfundi og var einungis áréttað á fundinum í dag.
Óþarfi að sundra flokksmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sem rótgróinn sjálfstæðismaður sem hefur kosið flokkinn í öllum kosningum, og verið á landsfundi, þá verð ég að segja að ég ansi vonsvikinn ef það á mála fólk sem hefur áhuga á því að semja við ESB út í horn. En það sem er kannski verra er að jafnvel þó að ályktunin sé slæm, þá eru virkilega engir góðir valmöguleikar fyrir mig að kjósa. Í þessu máli þá er Sjálfstæðisflokkurinn sammála gömlu kommunum í VG, hvað er að sjálfstæðisflokknum?
Bjarni (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 21:04
Í lýðræðisflokki ræður meirihluti.
Svo ofur einfallt er það !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:32
Sæll Gunnar!
Ég er algjörlega sammála þér!
Þannig sagði ég mig úr Sjálfstæðisflokknum og hætti þar með í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíking og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi.
Ég hef hins vegar alls ekki breyst í sósíaldemókrata vegna þessa, heldur er áfram sami frjálslyndi miðju-hægri maðurinn og ég hef alltaf verið. Nú er ég "pólitískur munaðarleysingi! Ég held að við Íslendingar eigum betri hægri flokk skilið en Sjálfstæðisflokkinn. Ég stefni á að nýr frjálslyndur ESB flokkur með mjög léttri hægri sveiflu líti dagsins ljós fyrir haustið!
Það er alveg ljóst að ég og fleiri verðum mjög fegin að losna frá öllum þessum þjóðernissinnum eins og þér og þeim sem voru á landsfundinum í dag!
Og síðan er mér og öðrum hreinlega létt að losna frá þessum spillingaröflum og sérhagsmunagæsluliði!!!
En við ESB-aðildarviðræðusinnar ætlum okkur hins vegar stóri hluti, því við erum ekki aðeins að tala um 1/4 af þeim 24% sem nú kjósa Sjálfstæðisflokkinn en munu nú yfirgefa hann, heldur stóran hlutan þeirra 12%, sem yfirgáfu flokkinn í síðustu kosningum. Þessu til viðbótar koma síðan óánægðir Framsóknarmenn 6-8% og hægri kratar 5-10%.
Slíkur heiðarlegur og óspilltur miðju/hægri flokkur gæti náð allt að 25-30% fylgi og 16-18 mönnum á þing!
Með góðri kveðju,
Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.6.2010 kl. 23:31
Það væri alveg upplagt að ESB sinnar yfirgæfu Sjálfstæðisflokkinn svo hann verði hreinn af ESB sinnum. Þeir eru það sem draga flokkinn niður og eiga því að yfirgefa hann. Ég er með nafn á hann: "Landssöluflokkurinn"....
Óskar Arnórsson, 27.6.2010 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.