Afnám verðtryggingar?

Þeir eru margir um þessar mundir, sem hrópa sig hása yfir óréttlæti verðtryggingar og krefjast þess af mikilli eindrægni að fyrirbærið verði afnumið strax.

Ísland er vissulega eitt af fáum löndum, sem viðhefur þessa aðferð við ákvörðun kostnaðar við lántökur. Fyrir því eru sannfærandi ástæður. Ég ætla ekki að rekja þær hér að öðru leyti en að láta fylgja slóð á pistil, sem Víglundur Þorsteinsson skrifaði á AMX fréttavefinn sl. september.

Kíkið á greinina. Hún stendur fyrir sínu.

http://www.amx.is/pistlar/9837/

 


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er eina landið með tvo gjaldmiðla undir sama nafni - króna - . Annarsvegar óverðtryggð, þegar þú færð útborgað og verðtryggð, þegar þú borgar skuldirnar. Launun hækka ekki, en skuldirnar hækka. Þú segir að Ísland sé EITT AF FÁUM LÖNDUM, sem viðhefur svona aðferð. Ég hef aldrei heyrt um hin löndin og þætti mér gaman að fá nöfnin á þeim. Þegar ég tala um verðtryggð lán við útlendinga , þá myndast einhverskonar tóm í augunum á þeim og svo síga kjálkarnir rólega og síðan kemur, ba, ba, ba. ertu að grínast? Og þetta með aðildarumsóknina í ESB.Ég er annsi hræddur um að allt réttarfarskerfið á Íslandi verði að stokka upp. Það stendur ekki steinn yfir steini þar. Ef Íslendingar taka upp annann gjaldmiðil eða binda krónuna við t.d. Evru , þá hverfur hringavitleysan sjálfkrafa.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 22:48

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg makalaus grein um að vertrygging bjargi efnahagskerfinu frá verðbólgu. Greinin er bara bergmál þeirra sem vilja lifa á dulbúinni seðlaprentun verðtryggingar með hótun um að fari hún muni eftir standa verðbólga. Algjört nonsens.

Óskar Arnórsson, 23.6.2010 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband