Sovét Ísland?

Undirlægjuháttur og ræfildómur þeirra, sem enn geta fengið það af sér að halda áfram að styðja inngöngu Íslands í Evrópusambandið er með eindæmum og hafa náð nýjum hæðum.

Það liggur fyrir að ESB áskilur sér rétt til að ráðskast með atvinnuvegina, sem kemur bezt fram í nýjustu upplýsingum frá Berlín þar sem þýzka þingið krefst þess að látið verði af hvalveiðum áður en Brussel-veldið láti svo lítið að vefja okkur örmum. 

Ritstjóri Fréttablaðsins fær vart vatni haldið í leiðara 17. júní yfir því að „[a]llar líkur [séu] á því að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland.“ 

Síðar í leiðaranum segir að „hún [ákvörðun herramannanna í Brussel] er til merkis um að Ísland njóti viðurkenningar sem sjálfstætt, evrópskt lýðræðisríki. Ísland er velkomið í hóp nærri þrjátíu annarra, sem taka sameignlegar ákvarðanir um mikilvæg mál en hafa hvorki fórnað sjálfstæði sínu né sérkennum.“

Þessi leiðari er dæmigerður fyrir dómgreindarskort aðildarsinna, sem ekki heyra, og ekki vilja heyra að verið er að ráðskast með sjálfstæði Íslendinga á ótrúlega óforskammaðan hátt.

Það skyldi þó ekki vera að Sovét Ísland, óskalandið, sem ákveðnir aðilar létu sig dreyma um fram eftir allri síðustu öld, sé loks að verða að veruleika?  Hafa þessir draumóramenn t.d. gleymt því að fyrir ekki löngu var þjóðinni stefnt til atkvæðagreiðslu um Icesave-málið? Er minna mark takandi á niðurstöðu þeirrar atkvæðagreiðslu en ákvörðunum vina þeirra í Brussel?

 

 


mbl.is Eining ESB í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sovét Ísland? Æ er þetta ekki einum of lúið og gamalt ?

Finnur Bárðarson, 18.6.2010 kl. 19:47

2 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Gunnar,

hér mælirðu hraustlega, Gunnar - og mæltu manna sannast! Undirlægjuháttur sumra hér á landi er með eindæmum. Spurningamerkið við fyrirsögnina er viðeigandi og áminning um hvert stefnir á pólitíska sviðinu á meginlandinu; í átt að stórríki Evrópu. Það kann að vera eilítið ýkt að bera ESB saman við Sovétið, en varla lúið eða þreytt.

Ólafur Als, 18.6.2010 kl. 23:57

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kommúnistar ráða á Íslandi í dag. Fólk þarf að skilja að kommúnismi er ekki pólitík heldur truflun á geði. Það eru víst til meðul við þessu eða sprautur. Össur þyrfti t.d. risaskammt í ofboði...

Óskar Arnórsson, 19.6.2010 kl. 07:31

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá var hér hópur manna sem dreymdi um sovét Ísland og en eru til leifar af þeirri hjörð þótt það fólk sverji allt slíkt af sér nú.  

Þetta Evrópusamband getur aldrei virkað nema með fastri miðstýringu frekar en sovétið  og þá verða jaðarbyggðirnar að hlíða. 

Viljum við vera jaðarbyggð sem stjórnað er einhverstaðar innan úr Evrópu.  Viljum við vera mjólkurkú með rafmagnsspena til Evrópu.  Viljum við gefa Evrópu Ísland sem eftirlitstöð með ferðum um norðuratlandshafið, og sem birgðastöð til norðurs?  

Hrólfur Þ Hraundal, 19.6.2010 kl. 07:59

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er akkúrat málið Hrólfur. Flott orðað! Fólk úr gömlu kommúnistflokkunum skifti bara um skilti og nafnspjald og kallar sig eitthvað annað í dag. Valdagræði og eðlislæg árátta þeirra að geta aldrei látið neitt fólk í friði er þeirra helsta einkenni. ESB er að stórum hluta gamla Sovét hugmyndafræðin, þó ekki eins slæm. Enn ESB er ekkert fyrir Ísland og reyndar ekkert fyrir nein önnur lönd nema aðalin í hverju landi fyrir sig og hluta af millistéttarfólki. Furðulegt að það hefur aldrei komið fram hvað aðild kostar. Ég veit bara að Svíðþjóð borgar langhæsta aðildargjaldið þar sem landið er ríkara af náttúruauðlyndum enn öll önnur lönd.

Óskar Arnórsson, 19.6.2010 kl. 12:40

6 identicon

Já enmitt Óskar. Þýskaland, Bretland, Frakkland, þetta eru jú bara kommúnistaríki, eins og gamla Sovét. Það er engin frjáls samkeppni í þessum löndum, öll mannréttindi eru þverbrotin og lýðræði er ekki til. Fólk sem setur sig upp á móti ESB er jú fleygt í nýja gúlagið í Finnlandi. Já öll löndin borga rosalega fyrir að vera aðilar að ESB, og fá ekkert til baka. Frjáls tollalaus viðskipti, gefa jú ekki neitt, og eru bara til ama. Efnahagslegt öryggi ESB er einnig alvarlega ofmetið, sem og barátta Brusselbáknsins gegn spillingu í meðlimslöndunum, þeir eru jú bara einhverjir feitir kallar sem hugsa bara um sjálfa sig, þ.e. fyrir utan góða evrópuþingmanninn Evu Joly. Svíþjóð er gott dæmi um þjóð sem hefur bara farið í vaskinn eftir að hafa gengið í Sovét-ESB. Stórum fyrirtækjum Svía eins og t.d. IKEA eða HM hefur gengið hræðilega, enda ómögulegt að reka þau í kommúnistaríkinu ESB. Krísan hefur jú einnig verið miklu harðari þar en hér. Maður á erfitt með að skilja þessar íslensku fjölskyldur sem flýja landið þessa dagana, vita þær ekki hve illa stödd þessi ESB lönd eru?

Halló!

Bjarni (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 14:54

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Halló Bjarni! Ég flýði 1988 til Svíþjóðar eftir að hafa keypt íbúð "á versta tíma" sem það heitir á íslandi og ekki í nokkru öðru landi. Svo var enga vinnu að fá í mínu fagi. Fyrir 5 árum seldi ég gamalt hús og bíl í Svíþjóð og flutti til Íslands. Og aftur keypti ég "á versta tíma" og það sem ég átti í íbúð og bíl hvarf í hruninu. Spilling ESB er bara staðreynd sem hefur verið í blöðum. ESB aðild gæti í mesta lagi lagað verðtryggingunna með lögum ESB. Á móti kemur að fórna þarf sjálfstæði landsins algjörlega. Eins og í öllum öðrum ESB löndum. það er ekki fyrir alla að skilja af hverju íslenskar fjölskyldur flýja landið. Til þess þarf lágmarksgreind og kommentið ber það með sér að því er ekki fyrir að fara. ESB aðild eða tilraun til þess eru landráð samkvæmt íslenskri Stjórnarskrá. Landráðalögin eru bara ekki notuð.

Óskar Arnórsson, 20.6.2010 kl. 07:16

8 identicon

Já Óskar, þú fékkst sem sagt enga vinnu í Svíþjóð þessi ca. 17 ár sem þú bjóst þar? Og búsetan þar í kommúnistalandinu Svíþjóð hlýtur að hafa verið hræðileg. Þeir hafa ábyggilega haldið þér gegn vilja þínum, enda engin ástæða að búa 17 ár í svona gerspilltu landi eins og Svíþjóð, sem hefur jú verið í "blöðum". Spilling á Íslandi hefur jú aldrei verið í "blöðum". Þar að auki þá er Ísland jú mun betur statt efnahagslega í dag en Svíþjóð, ertu ekki sammála?

Öllu gamni sleppt, þá tel ég að Ísland eigi mikla framtíð fyrir sér, en aðeins ef við höldum rétt á spilunum. Við erum með fullt af náttúruauðlindum sem er hægt að nýta, og almennt vel menntuð og ung þjóð. Við getum þó einnig mikið lært og bætt, og við verðum að grípa þau góðu tækifæri sem gefast. Með þessum pistlum mínum þá er ég bara að reyna að krydda samræðuna, og færa hana á hærra plan. Við verðum að getað talað um alvarleg mál í þjóðfélaginu af alvöru, þar sem við beygjum ekki sannleikann, heldur leitum að honum.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 19:53

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég vann allan tíman í Svíþjóð. Íslenska spillingu er bara hægt að bera saman við spillingu mafíunar á Sikiley. Já við erum með fullt af náttúruauðlindum og það villl fólk selja með inngöngu i ESB. Já, það þarf að leita lausna á Íslandi og hana er ekki að finna í ESB.

Óskar Arnórsson, 20.6.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband