Ungur maður er í þann mund að ljúka námi. Lýsing hans á ferlinu, skv. grein í Fréttablaðinu er að „[þ]etta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði.“
Kempan ætlar svo að halda ræðu við [skólaslita]athöfnina og „lofar að hún verði svakaleg.“
Hér er á ferðinni ein af handboltahetjunum frá OL, Logi Geirsson. Hann lýsir þeim ógnar erfiðleikum, sem fylgja því að stunda nám sem einkaþjálfari og ljúka prófi sem slíkur.
Það er ógnvekjandi til þess að hugsa, hvers konar lýsingarorð hefðu verið notuð hefði þessi ungi maður látið verða af því að fara í raunverulegt nám. Ég tala nú ekki um ef lokið hefði verið prófi. Minnizt ekki einu sinni á það, ef hetjunni hefði verið gert að halda ræðu við skólaslitin.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.