Er nokkur hissa?

Tæp 92% fólks hefur enn vinnu, sem gera má ráð fyrir að greidd séu fyrir laun.

Bankakerfið er ónýtt og yfir því hvílir nagandi vantraust, sem ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við frammistöðu fyrri ára. 

Það eru þessir sömu bankar, sem láta sér detta í hug að bjóða almenningi neikvæð raunvaxtakjör meðan innistæðurnar eru geymdar á þægilegum vöxtum í Seðlabankanum.

Enn eru það þessir sömu bankar, sem sýna lántakendum dæmalausa óbilgirni með timburmannakenndu vaxtaokri.

Enginn er til hlutabréfamarkaðurinn og mætti, þess vegna, leggja af verðbréfamarkað í landinu. 

Fólk sér lítinn akk í að „fjárfesta í steypu“. Húsnæðismarkaðurinn er ekki til sem slíkur og hefur færzt niður á skiptimarkaðsstig.

Er það nema von að fólk kaupi sér dýra hluti þegar engir virðast valkostirnir? 


mbl.is Biðlisti eftir Rolex-úrum og góð sala sögð í flatskjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Gjaldeyrisvandræði en ekki góðæri.A-evrópumenn keyptu bíla Rolex og Breitning úr til að selja ,vegna hrun krónunar.Þeir endurseldu þetta örugglega þegar heim var komið.Hagstæðara en að skipta ísl. krónum úti.

Hörður Halldórsson, 12.6.2010 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband