Atvinnuleysisbætur skjaldborgarinnar

Nú þegar hillir undir missi atvinnuleysisbóta geta þeir, sem ekki hafa ekki hafa séð sér fært að sjá sér og sínum farborða með vinnu, horft til þess að þurfa að segja sig til sveitar, svo gæfulegt sem það nú er.

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir „greiðslu bóta þannig færast yfir á sveitarfélög að miklu leyti á næstu misserum ef ekki tekur að birta til í efnahagsmálum þjóðarinnar.“

Fyrirvari forstjórans er heldur fátæklegur ef hann í raun býst við að bætur í efnahagsmálum þjóðarinnar séu þess eðlis að búast megi við jákvæðum fréttum í atvinnumálum.  

Þeir 13.875, sem voru atvinnulausir í maí, geta allt eins búizt við að verða það áfram um ókomna tíð og þurft að þiggja ölmusu úr sjóðum sveitarfélaga.

Ríkisstjórn alþýðunnar, hin norræna velferðarstjórn, hét að slegin yrði skjaldborg um heimilin og fólkið í landinu og atvinnuvegina. Það var gert fyrir löngu síðan, en enn er hlutfall atvinnulausra yfir 8% af vinnuafli. Gert er ráð fyrir að þessi hlutfallstala fari í, eða yfir, 10% með haustinu og í vetur. Fyrirtækin sjá sig neydd til að segja upp starfsmönnum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda og ekkert er að gerast, sem gæti bent til að ljóstýru væri að sjá í myrkrinu. Þrefað er um keisarans skegg í aðgerðaleysi og aumingjaskap.

Segjum okkur bara til sveitar.

 


mbl.is Brátt hverfa bæturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband