Steingrímur er blendinn

Steingrímur J. Sigfússon talar um að „tilfinningar séu blendnar“ þegar hann tjáir sig um úrslit sveitarstjórnakosninganna sl. laugardag. Steingrímur kannast við að Vinstrigrænir hafa tapað manni hér og þar, t.d. í Reykjavík og Akureyri, en bætt við sig fulltrúum í öðrum sveitarfélögum, „auk þess sem staða hans sé víða sterk í sameiginlegum framboðum.“

Það er ekki nema von að fjármálaráðherrann þjáist af blendnum tilfinningum þegar litið er til fylgis flokks hans á landsvísu. Í kosningunum sl. laugardag tekst Vg að skrapa saman 9,6% af greiddum atkvæðum (minna en Framsóknarflokkurinn, sem náði 10,9%). Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 náðu Vg 12,6% og í síðustu Alþingiskosningum 21,7%. Flokkurinn, sem setti sér norræna velferðarmunstrið að leiðarljósi fyrir rúmu ári síðan er á hraðri leið í gleymsku sögunnar. 

Hér höfum við flokk, sem setti sér það markmið að auka gagnsæi, en fær nú á baukinn frá frambjóðendum á sveitarstjórnarstiginu að „[v]ið þurfum að taka upp mál sem varða lýðræðisleg vinnubrögð og að þora að ræða um hlutina. Ég á með því við að við þurfum að búa til betri og meiri vettvang fyrir almenna félaga til að hafa áhrif á stefnu flokksins,“ segir Þorleifur sem telur forystu flokksins í litlum tengslum við alþýðu manna. Þar sé á ferð menntafólk í „glerhýsi“.

Tengslaleysi Vinstrigrænna, ekki aðeins við „almenna félaga“, heldur við almenning í landinu er með endemum og engin furða að flokksmennirnir séu svekktir. Allt frá því Steingrími lukkaðist að leggja undir sig stjórnarráðið í samkrulli við Samfylkinguna, hefur boðskapurinn einkennzt af feluleikjum, misvísunum og hreinum ósannindum. Er það nema von að kjósendur í landinu veiti þessu liði viðeigandi spark í afturendann? 


mbl.is Lýðræðisleg vinnubrögð skortir í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband