Tveggja ára dæmi?

Svo ágætt sem það kann að virðast að vera laus við Gordon Brown úr stóli forsætisráðherra, þá þarf ekki að búast við að komnir séu til valda í Bretlandi aðilar, sem eigi eftir að vera við völd og vinna saman lengur en tvö ár.

Bretar hafa enga raunverulega reynslu af samsteypustjórnum og stefnumál Íhaldsmanna og Frjálslyndra Demókrata stangast um of á til að búast megi við langlífri stjórn.

Nýjustu hagtölur í Bretlandi eru ekki til þess fallnar að gefa nýrri stjórn mikinn vinnufrið: Byrja þarf á að skera niður útgjöld ríkisins vegna stórfellds halla á fjárlögum og varla verður sá niðurskurður til að valda miklum vinsældum. Ofan á það bætist að atvinnulausum fjölgar og á eftir að fjölga verulega þegar farið verður að krukka í útgjaldaliði ríkisins.

Spáin: 18 mánuðir; tvö ár hámark, því miður. Það hefði verið gaman að sjá Íhaldsmenn eiga við vandamál Bretlands, sérstaklega þegar haft er í huga að ekki er í myndinni að taka upp Evru og markmiðið er að fjarlægjast Evrópusambandið sem mest.


mbl.is Cameron og Clegg bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband