3.5.2010
Ekkert erindi í Brussel-klúbbinn
Guð minn góður ég vildi ekki vera í þeirri stöðu sem þeir eru í," segir Steingrímur aðspurður um ástand mála í Grikklandi.
Að þessu sögðu ætti fjármálaráðherrann ekki að eiga erfitt með að beita sér af hörku og fullum þunga fyrir því að botn verði sleginn í þetta fáránlega ferli sem viðræður við Evrópusambandið eru. Það er/ætti að vera/ öllum fullljóst að Ísland á ekkert erindi í Brussel-klúbbinn og óhjákvæmilegt Evruklúður.
Sé Steingrímur J. Sigfússon Guði sínum þakklátur, þá blasir sú spurning við hvers vegna ráðherrann styður aðgerðir félaga sinna í Samfylkingunn um aðildarviðræður við ESB, þó ekki væri nema með þögninni og aðgerðaleysi einu saman. Hvað þarf til að maðurinn beiti sér fyrir að þessari vitleysu verði hætt?
Steingrímur þakkar fyrir krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.