Hallærislegt

Það er meira en sjálfsagt að gera húsleit hjá Símanum, leiki einhver minnsti grunur um að farið hafi verið á svig við lög og reglur.

Það er hins vegar einhver sú hallærislegasta handarbakaaðgerð, sem hægt er að láta sér detta í hug, að fá til aðstoðar við slíka húsleit starfsmenn keppinautar fyrirtækisins.

Séu einhverjir vanhæfir til að koma að aðgerð á borð við þessa eru það aðilar, sem hafa beinna hagsmuna að gæta af niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta veit hver heilvita maður. 

Að halda því fram í tilkynningu að „Þekking var sagt vera undirverktaki Samkeppniseftirlitsins við húsleitina,“ er einhver aumasti fyrirsláttur í arfaslakri stjórnsýslu, sem heyrzt hefur.

Rannsakið Símann sem mest þið megið, en gætið þess umfram allt að bjóða ekki uppá svona fyrirslátt. Móðgun við heilbrigða skynsemi.


mbl.is Stefnir Samkeppniseftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt greining hjá þér.

Samkeppniseftirlitið er greinilega rotið í gegn. Síminn hlýtur að vinna þetta mál fyrir rétti. Ef ekki þá eru dómstólar enn rotnari en samkeppniseftirlitið.

Að nota það sem afsökun að tækniþekkingu hafi vantað er tómt rugl. Það er nóg af fólki sem hefði getað unnið þessa vinnu. En þeir þurftu að velja starfsfólk samkeppnisaðila símans.

Menn hafa tvo kosti í þessu. Að viðurkenna að vera asnar að standa svona að þessu eða að viðurkenna að rotnir inn að beini.

Samkeppniseftirlitið er nákvæmlega eins og fjármálaeftirlitið var hér fyrir hrun. Rotið og lítur undan ef "réttir" aðilar eiga í hlut.

Már (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:13

2 identicon

Hárrétt hjá þér.

Það er með ólíkindum að samkeppniseftirlitið skuli velja fagfólk frá sammkeppnisaðila Símans máli sem er verið að rannsaka milli þessara tveggja fyrirtækja !

Nóg er af tæknifólki sem er hlutlaust sem hefði getað unnið þessa vinnu. Svona vinnubrögð yrðu dæmd dauð og ómerk í ÖLLUM ALVÖRU DÓMSTÓLUM ERLENDIS.

Fáránlegt og gerir ekkert annað en að ýta undir hugmyndir fólks um spillingu í stjórnkerfinu.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:31

3 identicon

Ég er svo sem sammála því að það mætti velja einhverja óháða í verkið, sem getur verið dálítið erfitt þar sem Síminn er með nánast allar tegundir af tölvuþjónustu.

En sama hver hjálpaði við að ná gögnunum þá breytast varla gögnin sem voru tekin.

Afhverju í ósköpunum vill Síminn að Samkeppnisstofnun eyði gögnunum??!!

Kristján (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:55

4 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Hver einasta stofnun á Íslandi er ónýt og þarf að stokka upp á nýtt að mínu mati.

Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband