Markaðsráðandi

Ég ætla að leyfa mér að vitna í Jóhannes Jónsson, kenndan við Bónus, en árið 1991 lét hann hafa eftir sér í viðtali við Tímann um virkni frjáls markaðar að „[þ]að er afar óhollt í kapítalísku þjóðfélagi að eitt fyrirtæki verði svo stórt að það nái kannski 30-40% markaðshlutdeild. Það á sér hvergi hliðstæðu í nágrannalöndum okkar að eitt fyrirtæki ná slíkum tökum“.

Og áfram heldur Jóhannes: Það eru rosaleg völd fólgin í því að vera smásali. Náir þú góðum tökum á smásölumarkaði, þá nærð þú líka kerfisbundið tökum á ákveðnum iðnaði. Það er mjög hættulegt bæði framleiðendum og innflytjendum verði einn smásali mjög stór. Hann ræður þá ekki aðeins miklu um vöruval á markaðnum, heldur getur hann líka farið að framleiða verðbólgu í þjóðfélaginu.“

Svo mörg voru þau orð.

Jóhannes fór mikinn og hneykslaðist þegar samkeppnisyfirvöld felldu úrskurð sinn og fram kom að á landinu öllu hefði markaðshlutdeild Haga verið yfir 50%. Tölur hafa verið á floti um 50-60% markaðshlutdeild.

Mér er ekki kunnugt um að Jóhannes í Bónus hafi tjáð sig fjálglega um 30-40 prósentin uppá síðkastið. 


mbl.is Hagar ætla að áfrýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband