Fara skal að lögum

Það hefur ekkert að segja hvort slitnað hafi upp úr viðræðum við Breta og Hollendinga eða ekki. Lögum samkvæmt skal halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lagaklúður ríkisstjórnarinnar 6. marz.

Engu máli skiptir heldur hvort skýrsla rannsóknarnefndarinnar verður komin út fyrir þann dag. Sú skýrsla kemur út þegar hún kemur út.

Þjóðin vill, og þarf að segja hug sinn til samningsins, sem gerður var við Breta og Hollendinga. Hún gerir það ekki með formlegum hætti nema í atkvæðagreiðslu.

Það er einfaldlega forkastanlegt að þessi, um margt furðulega, ríkisstjórn skuli vera að velta því fyrir sér að fresta, eða slá af, þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt erfiðasta mál, sem verið hefur til umræðu frá stofnun lýðveldisins.

 


mbl.is Óbreytt áform um kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband