Ekkert annað en hryðjuverkamenn

Það er deginum ljósara að ríkisstjórn Bretlands heldur úti skipulagðri hryðjuverkastarfsemi gegn Íslandi.

Þessi hryðjuverkastarfsemi hefur nú staðið yfir óslitið síðan í október 2008 þegar ríkisstjórn hennar hátignar misnotaði eigin lög við ákvörðun refsingar á hendur Íslandi og gerði landinu svo til ómögulegt að rétta úr kútnum eftir hrun bankanna.

Það versta við þessa starfsemi Breta (og Hollendinga) er nú samt það að röksemdafærslur þeirra hafa verið kokgleyptar af íslenzkum stjórnvöldum, sem ekki hafa látið neytt tækifæri sér úr hendi sleppa til að breiða út fagnaðarerindið frá London og Haag. Hafa látið eins og naut í flagi þegar reynt hefur verið að benda á að sennilega væri nú rétt að reyna að spyrna við fótum í gjörningaveðrinu.

Hún er mikil skömmin þeirra Steingríms, Svavars, Jóhönnu og Össurar. Þetta er skömm af þeirri sort, sem lifa mun sjálfstæðu lífi meðan land byggist, verði þau ekki búin að koma í veg fyrir byggjanleika þess áður en langt um líður. 

 


mbl.is Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband