Óheppnir Rússar

Það á ekki af herjum Rússlands, þessa fyrrverandi heimsveldis, að ganga.

Í lok maí bárust fréttir af því að rússneski sjóherinn hefði orðið fyrir því að einn af tundurspillum hans hefði gert stórskotaliðsárás á lítið þorp í eigin landi.

Nú berast fréttir af því að Rússar hafi sjálfir verið valdir að því að skjóta niður helming þeirra flugvéla, sem var grandað í stríði þeirra við Georgíu fyrir tæpu ári síðan.

Ég held það fari að verða lítil þörf á að æsa sig yfir komu rússnesku bjarnanna inn í íslenzka lofthelgi nema þá helzt að hafa áhyggjur af því að þeir fljúgi hver á annan.

Þeir gætu þá orðið þess valdir að kalla þurfi út þyrlu frá Landhelgisgæzlunni til að kanna slysstað og reyna björgun vaskra rússneskra herflugmanna.

 

 


mbl.is Rússar skutu niður eigin vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband