Hvílíkir skilmálar

„Þá segir að skilmálar lánanna séu þó aðlagaðir að þeim sérstöku aðstæðum sem leitt hafi til lántökunnar.“

Ég held það megi segja að þetta sé einhver klaufalegast orðaða álitsgerð, sem sézt hefur um langa hríð.

Okurvextir á lán til ríkis, sem í raun hefur ekki efni á að taka slíkt lán. Lán til ríkis, sem aðstæðum samkvæmt hefði átt að njóta sérstakra kjara við töku lánsins. 1% vextir hefðu verið meira en nóg til að fullnægja kröfu um vexti af nauðungarláni. Það er hvergi að finna dæmi um slíka ógnarvexti í milliríkjalánum, sem Íslandi er ætlað að greiða.

 


mbl.is Skilmálar sambærilegir við það sem tíðkast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Spurning sem mig hefur langað til að spyrja gagnrýnendur vaxtakjaranna:  Ert þú kunnugur þeim vaxtakjörum, sem tíðkast í svona samningum og ert þú kunnugur þeim vaxtakjörum, sem tíðkast í Evrópu í dag?

Auðun Gíslason, 1.7.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Þessu verður ekki svarað á annan veg en þann að lán við aðstæður sem þær, er við búum við þekkjast ekki. Um er að ræða nauðungarlán, þar sem eitt ríki er að leitast við að standa við skuldbindingar sínar, en forða sér jafnframt frá þroti með láni/lánum frá „vinaþjóðum“. Væri sennilega ekki óréttmætt að miða við stýrivexti í Bretlandi (0,5%) og á Evrusvæðinu (1%).

Gunnar Gunnarsson, 1.7.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Við eru ekki neinni stöðu til að setja skilmála. Við erum gjaldþrota spillingarþjóð (alhæfing eins og við gerum um aðrar þjóðir). Kanski kominn tími til að lækka í okkur rostann. Ekki myndi ég vilja lána Íslendingum svo mikið sem eina krónu ef ég væri erlendur ríkisborgari.

Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 15:07

4 Smámynd: Björn Birgisson

Icesave. Iceslave. Nú snýst allt um þetta óheillamál. Ein spurning: Hve mikið af þessum Icesave peningum fór beinlínis í umferð hér innanlands? Hve há prósenta af þessu gríðarlega fjármagni er bundin í íslenskum húsum, bílum, fyrirtækjum og ýmsu öðru? Ef einhver getur uppfrætt bloggara um það væri sú vitneskja vel þegin.

Björn Birgisson, 1.7.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband